spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaHilmar Smári og Bremerhaven lutu í lægra haldi gegn Giessen

Hilmar Smári og Bremerhaven lutu í lægra haldi gegn Giessen

Hilmar Smári Henningsson og Bremerhaven töpuðu naumlega fyrir Giessen í Pro A deildinni í Þýskalandi um helgina, 74-69.

Hilmar Smári lék rúmar 19 mínútur í leiknum og var með sex stig, fjögur fráköst, stoðsendingu og stolinn bolta.

Eftir leikinn eru Bremerhaven í 11. sæti deildarinnar með 9 sigra og 11 töp, en þeir eru 2 sigrum frá 8. og síðasta sæti úrslitakeppninnar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -