spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaHilmar Smári með tíu í sigri gegn Karlsruhe

Hilmar Smári með tíu í sigri gegn Karlsruhe

Hilmar Smári Henningsson og ísbirnirnir frá Bremerhaven lögðu Karlsruhe í Pro A deildinni í Þýskalandi í kvöld, 93-76.

Á tæpum 18 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Hilmar Smári 10 stigum, frákasti og 3 stoðsendingum.

Bremerhaven hefur tekist að vinna sig upp töfluna hægt en örugglega síðustu vikur eftir afleita byrjun í deildinni. Þeir eru nú í 13. sæti af 18 með átta sigra og tíu töp, tveimur sigurleikjum fyrir neðan sæti í úrslitakeppni.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -