spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaHilmar Smári með 19 stig er Valencia hélt sigurgöngu sinni áfram í...

Hilmar Smári með 19 stig er Valencia hélt sigurgöngu sinni áfram í EBE deildinni

Hilmar Smári Henningsson og félagar í ungmennaliði Valencia unnu sinn annan leik á þremur dögum í kvöld í spænsku EBE deildinni þegar að liðið lagði NB Torrent með 87 stigum gegn 79. Síðastliðinn fimmtudag unnu þeir Refitel Basquet Llíria 78-63.

Á rúmum 28 mínútum spiluðum í leik kvöldsins skilaði Hilmar Smári 19 stigum, 3 fráköstum og 2 stolnum boltum.

Tölfræði leiks

Eftir leikinn er Valencia með 4 sigra í fyrstu 4 leikjunum og á toppi EA hluta EBE deildarinnar.

Næst leikur liðið þann 8. nóvember gegn b liði TAU Castello í Castellón í Katalóníu.

Fréttir
- Auglýsing -