spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaHilmar Smári með 17 stig gegn Artland

Hilmar Smári með 17 stig gegn Artland

Hilmar Smári Henningsson og ísbirnirnir frá Bremerhaven lögðu Artland í kvöld í Pro A deildinni í Þýskalandi, 80-91.

Hilmar Smári lék tæpar 20 mínútur í leiknum og skilaði á þeim 17 stigum, frákasti, 2 stoðsendingum og stolnum bolta.

Bremerhaven hafa þokast upp töfluna síðustu vikurnar, en þeir eru nú einum sigurleik fyrir neðan sæti í úrslitakeppninni, í 9.-11. sætinu með níu sigra eftir fyrstu 19 umferðirnar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -