spot_img
HomeSubway deildinSubway deild karlaHilmar Smári Henningsson til Stjörnunnar

Hilmar Smári Henningsson til Stjörnunnar

Hilmar Smári Henningsson, sem á að baki fjóra leiki með íslenska landsliðinu, hefur samið við Stjörnuna til tveggja ára.

Hilmar er hávaxinn skotbakvörður og uppalinn hjá Haukum en auk þeirra lék hann með Þór Akureyri hér á landi áður en hann samdi við spænska stórliðið Valencia haustið 2019.

Hann lék með Valencia-b í EBA deildinni á síðasta tímabili þar sem hann var með 16,4 stig, 4,3 fráköst og 2,3 stoðsendingar að meðaltali í leik auk þess sem hann var með 64% hittni í tveggja stiga skotum, 41% í þristum og 77% af vítalínunni.

Fréttir
- Auglýsing -