spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaHilmar Smári frábær í níunda sigurleik Valencia í röð

Hilmar Smári frábær í níunda sigurleik Valencia í röð

Hilmar Smári Henningsson og ungmennalið Valencia lögðu í dag lið Fundacion Lucentum í EBA deildinni á Spáni, 90-75. Valencia eru sem áður í efsta sæti deildarinnar með sextán sigra og eitt tap það sem af er tímabili.

Á tæpum 30 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Hilmar Smári 21 stigi, 9 fráköstum og 6 stoðsendingum, en hann leiddi liðið bæði í stigaskorun og fráköstum. Næsti leikur Valencia er þann 8. maí gegn Cartagena, en það mun vera síðasti leikur deildakeppninnar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -