spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaHilmar Smári drjúgur er Valencia tryggðu sér sæti í Leb Plata deildinni...

Hilmar Smári drjúgur er Valencia tryggðu sér sæti í Leb Plata deildinni á Spáni

Hilmar Smári Henningsson og ungmennalið Valencia lögðu í kvöld lið Uros De Rivas í úrslitakeppni EBA deildarinnar á Spáni, 72-89. Í þessum fasa úrslitakeppninnar er liðið í sóttvarnabúbblu, þar sem leiknir verða þrír leikir á jafn mörgum dögum. Leikurinn í kvöld sá annar, en í gær unnu þeir La Zubia nokkuð örugglega.

Með sigrinum tryggðu Valencia sig upp um deild, úr EBA í Leb Plata, þar sem þeir munu leika á næsta tímabili, en liðið tapaði aðeins einum leik í allan vetur.

Á 26 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Hilmar Smári 11 stigum, 3 fráköstum, stoðsendingu og stolnum bolta.

Næsti leikur Valencia í búbblunni er gegn Usal La Antigua á morgun.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -