spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaHilmar Smári atkvæðamikill er Bremerhaven lögðu Bochum

Hilmar Smári atkvæðamikill er Bremerhaven lögðu Bochum

Hilmar Smári Henningsson og ísbirnirnir frá Bremerhaven lögðu Bochum í Pro A deildinni í Þýskalandi í dag, 104-113.

Á tæpum 26 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Hilmar Smári 16 stigum, 3 fráköstum, 3 stoðsendingum og stolnum bolta.

Eftir nokkuð erfiða byrjun á tímabilinu virðast Bremerhaven vera að finna sig síðustu vikur, en eftir leikinn eru þeir í 13. sæti deildarinnar með fimm sigra og átta töp það sem af er tímabili.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -