spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaHilmar Smári atkvæðamestur gegn Fraport Skyliners

Hilmar Smári atkvæðamestur gegn Fraport Skyliners

Hilmar Smári Henningsson og Bremerhaven máttu þola tap eftir framlengdan leik í kvöld gegn Fraport Skyliners í þýsku Pro A deildinni, 90-94.

Hilmar var framlagshæsti leikmaður Bremerhaven í leiknum með 18 stig, 3 fráköst, 4 stoðsendingar og varið skot.

Bremerhaven eru eftir leikinn í neðri helming töflu deildarinnar, í 13. sætinu með fimm sigra og níu töp það sem af er tímabili.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -