spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaHilmar Smári aftur í liði Jonava

Hilmar Smári aftur í liði Jonava

Hilmar Smári Henningsson og Jonava töpuðu í dag fyrir Rytas í úrvalsdeildinni í Litháen, 71-105.

Hilmar Smári var ekki með Jonava í síðasta leik þeirra, en er nú aftur kominn af stað. Í leik dagsins lék hann rúmar 15 mínútur og skilaði á þeim 6 stigum, frákasti, stoðsendingu og 2 stolnum boltum.

Eftir leikinn eru Jonava í 10. sæti deildarinnar með einn sigur í fyrstu 10 leikjum deildarkeppninnar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -