spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaHilmar með 20 stig gegn Karlsruhe

Hilmar með 20 stig gegn Karlsruhe

Hilmar Pétursson og Munster máttu þola tap í kvöld gegn Karlsruhe í Pro A deildinni í Þýskalandi, 77-72.

Á rúmum 27 mínútum spiluðum í leiknum var Hilmar með 20 stig, frákast, stoðsendingu og stolinn bolta.

Þrátt fyrir tapið er Munster á ágætisstað í deildinni, en þeir eru nú í 6. sætinu með 22 stig eftir fyrstu 19 umferðirnar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -