spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaHilmar framlengdi við Munster "Önnur lið höfðu líka áhuga á mér en...

Hilmar framlengdi við Munster “Önnur lið höfðu líka áhuga á mér en mér datt aldrei í hug að fara annað”

Hilmar Pétursson hefur framlengt samningi sínum við Munster í Pro A deildinni í Þýskalandi. Staðfestir félagið þetta á vefsvæði sínu fyrr í dag.

Hilmar sem er 23 ára átti gott tímabil með nýliðum Munster í Pro A deildinni, en þeir voru nokkuð öruggir með sæti sitt í deildinni á sínu fyrsta ári í henni. Í 33 leikjum fyrir Munster á tímabilinu skilaði hann 11 stigum, 3 fráköstum og 2 stoðsendingum á 22 mínútum spiluðum að meðaltali í leik. Þá var Hilmar einnig í fyrsta skipti kominn í íslenska landsliðið á tímabilinu, en hann hafði áður leikið fyrir öll yngri landslið Íslands.

Í samtali við Munster sagði Hilmar „Ég elska borgina og aðdáendurna. Mér finnst við geta gert mikið með liðið sem við erum með, jafnvel úrslitakeppnina. Ég sagði umboðsmanni mínum að ég myndi vilja vera áfram í Munster. Önnur lið höfðu líka áhuga á mér en mér datt aldrei í hug að fara annað.”

Fréttir
- Auglýsing -