spot_img
HomeFréttirHilmar er nýr í hópi Íslands fyrir leikinn gegn Hollandi "Loksins að...

Hilmar er nýr í hópi Íslands fyrir leikinn gegn Hollandi “Loksins að fá að æfa með þessum bestu”

Komandi föstudag fyrsta júlí leikur Ísland lokaleik sinn í fyrri hluta undankeppni HM 2023 er liðið tekur á móti Hollandi í Ólafssal í Hafnarfirði.

Ísland hefur þegar tryggt sig áfram í næsta stig keppninnar, en leikurinn er þó mikilvægur fyrir liðið vegna þeirra stiga sem það mun taka með sér á næsta stig. Sem stendur er Ísland með tvo sigra og eitt tap í keppninni og myndi það auka líkurnar á miða á lokamótið stórlega ef liðið næði að leggja Holland í þessum seinni leik.

Hérna er 16 manna hópur Íslands fyrir leikinn

Allt um leikina, mótið og heimasíða keppninnar er að finna hér

Karfan leit við á æfingu hjá liðinu og ræddi við Hilmar Pétursson nýliða hópsins um innkomu hans í liðið og mikilvægi leiksins gegn Hollandi. Hilmar er að koma inn í íslenska landsliðshópinn í fyrsta skipti eftir að hafa átt frábært tímabil með Breiðablik á síðustu leiktíð, en hann hefur áður leikið fyrir öll yngri landslið þjóðarinnar.

Fréttir
- Auglýsing -