spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaHilmar duglegur að mata liðsfélaga sína gegn Trier

Hilmar duglegur að mata liðsfélaga sína gegn Trier

Eftir nokkuð gott gengi síðustu vikur í Pro A deildinni í Þýskalandi máttu Hilmar Pétursson og félagar í Munster þola tap í gærkvöldi gegn Trier, 95-117.

Hilmar lék rúmar 24 mínútur í leiknum og skilaði á þeim 6 stigum, 2 fráköstum, 6 stoðsendingum og stolnum bolta, en hann var stoðsendingahæstur í liði Munster.

Munster er eftir leikinn í 7. sæti deildarinnar með sex sigra og þrjú töp það sem af er deildarkeppni Pro A deildarinnar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -