spot_img
HomeFréttirHildur: Það á að duga okkur að vinna á heimavelli

Hildur: Það á að duga okkur að vinna á heimavelli

16:04

{mosimage}

Hildur Sigurðardóttir Kr-ingur þekkir vel til andstæðinga sinna í Grindavík en hún lék með gulum í fyrra. Í vetur hafa þessi lið verið að taka heimaleikina og heimavöllurinn gæti reynst munurinn í þessu einvígi.


,,Ég kom fyrst og fremst aftur í KR til að hjálpa þeim að byggja upp almennilegt lið,” sagði Hildur um ástæðu þess að hún snéri til baka í KR. ,,Okkur var spáð fimma stæinu en tökum annað og það telst góður árangur miðað við að okkar markmið var að komast í úrslitakeppnina.”

Í vetur hafa allir leikir þessara liða unnist á heimavelli og Hildur vonar að það gerist einnig í þessu einvígi. ,,Við erum búna rað taka heimaleikina á móti þeim. Í seinasta leik sem var á útivelli töpuðum við með einhverjum 13 stigum. Ég horfði aftur á leikinn og sá að vi hefðum átt að geta tekið hann. Við vorum að klikka á auðveldum skotum og vítum. Ég tel okkur hafa ágætis tak á Grindavík.” Tiffany Roberson er lykilmaður í Grindavík og Hildur sagði að hún hafi verið þeim erfið í vetur. ,,Við verðum að stoppa Tiffany. Hún er að skora einhver 40 stig á okkur og við erum að vinna í því að stoppa hana og á meðan við höldum öðrum leikmönnum niðri er vel hægt að leggja Grindvíkinga. Þannig að ég vona að heimavöllurinn eigi eftir að hjálpa okkur. Það á að duga að vinna á heimavelli.”

Emil Örn Sigurðarson

Mynd: Stefán Helgi Valsson

Fréttir
- Auglýsing -