spot_img
HomeFréttirHildur Sigurðardóttir körfuknattleiksmaður KR 2008

Hildur Sigurðardóttir körfuknattleiksmaður KR 2008

11:16
{mosimage}

 

(Hildur Sigurðardóttir) 

 

Hildur Sigurðardóttir leikmaður og fyrirliði kvennaliðs KR í körfuknattleik hefur verið valin körfuknattleiksmaður KR árið 2008.

 


Hildur átti mjög gott tímabil og fór fyrir liði meistaraflokks kvenna sem stóðu sig vel eftir smá fjarveru úr efstu deild. Nú taka við yfirgripsmiklar æfingar með A-landsliði Íslands en það var hin kyngimagnaða heimasíða
www.kr.is/karfa sem tók Hildi tali og er hægt að lesa viðtalið við hana með því að smella hér.  

Hildur fékk verðlauna grip frá Guðjóni Guðmundssyni formanni KR en Íþróttamaður KR 2008 var kjörin Olga Færseth knattspyrnukona frá Keflavík en Olga gerði garðinn einnig frægan í körfubolta og var í stjörnumprýddu liði Keflavíkur með leikmönnum á borð við Önnu Maríu Sveinsdóttur og Björgu Hafsteinsdóttur.

 

Mynd: kr.is/karfa

Fréttir
- Auglýsing -