spot_img
HomeFréttirHildur Sigurðardóttir 1 á 1

Hildur Sigurðardóttir 1 á 1

dFullt nafn: Hildur Sigurðardóttir 

Aldur: 26 

Félag: KR 

Hjúskaparstaða: Á lausu 

Happatala: 10 

Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar? 10 ára í Stykkishólmi 

Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni? Gunna Sig og Finnur Sig  

Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í Iceland Express-deild karla og kvenna og 1. deild karla? Hlynur, Signý og í 1. deild Rikki og Gunnhildur  

Besti erlendi leikmaðurinn sem leikur í Iceland Express-deild karla og kvenna og 1. deild karla? Joshua Helm, Tiffany Robertson ég veit ekkert um 1. deildina 

Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir? Sigrún Ámundar 

Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? María Guðnadóttir 

Besti þjálfarinn á Íslandi í dag? Jói og Óli þrusu teymi 

Uppáhals NBA leikmaðurinn þinn? Michael Jordan 

Besti leikmaður NBA deildarinnar í dag? Lebron James 

Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik? Á eftir að gera það 

Sætasti sigurinn á ferlinum? Úrslitakeppnin 2002 

Sárasti ósigurinn? Þeir eru allir sárir 

Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta? Fótbolti 

Með hvaða félögum hefur þú leikið? Snæfell, ÍR, KR, Jamtland Basket og Grindavík 

Uppáhalds:

kvikmynd: Úff þeir sem þekkja mig vita að þetta er ekkert spurning fyrir mig
leikari: Pass ætla ekkert að fara út í bullið
leikkona: ??????
bók: um daginn las ég Flugdrekahlauparann hún var fín
matur: Allur fiskur
matsölustaður: Fylgifiskar
lag: Láttu hólminn heilla þig
hljómsveit: Stykk
staður á Íslandi: Stykkishólmur
staður erlendis: Östersund
lið í NBA: Chicago Bulls
lið í enska boltanum: Arsenal
hátíðardagur: páskarnir geta verið voða fínir
alþingismaður: Sturla Böðvarsson
heimasíða: kr.is/karfa 

Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki? Ég fer alltaf í góða sturtu og eyði svo góðum tíma í að nudda á mér lappirnar og leggst svo aðeins upp í rúm með lappirnar upp í loft og hugsa aðeins um það sem ég ætla að gera í leiknum. 

Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum? Er maður ekki alltaf að læra? 

Furðulegasti liðsfélaginn? Gróa að syngja úlpulagið 

Besti dómarinn í IE-deildinni? Æ ég spái svo lítið í þeim J 

Erfiðasti andstæðingurinn? Ætli það sé ekki bara ég sjálf 

Þín ráð til ungra leikmanna? Æfa vel og hugsa vel um líkamann allt árið 

Myndir þú mæta í dómarapartý ef þér yrði boðið? (Spurning frá síðasta þátttakanda í 1 á 1)  Já auðvitað myndi ég mæta eiturhress, ég bíð bara eftir boðinu hehe 

Að hverju viltu spyrja þann sem verður næst í 1 á 1?  Myndir þú vilja búa í Hólminum?

Fréttir
- Auglýsing -