spot_img
HomeFréttirHildur Sig: Þeir gerast varla sætari

Hildur Sig: Þeir gerast varla sætari

 
 
Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells
 
 
“Þetta er bara með sætari sigrum sem ég hef unnið á mínum ferli og ég er hreinlega klökkur bara” sagði Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells, eftir leikinn, sem sá ástæðu til að vippa sér út á miðju vallarins eftir leik og taka breikdansspor.
“Ég er með liðið í henglum og neita að trúa því ennþá að Guðrún Gróa hafi spilað þennan leik í dag því í gær gat hún ekki gengið. En almáttugur minn sjáðu hvað hún var flott í dag, þvílík frammistaða. Þetta eru bara ótrúlegir töffarar í liðinu og ég er fáránlega stoltur af liðinu. Við gerðum mikið rétt í dag og tóku réttar ákvarðanir. Við erum án Chynna Brown sem snéri sig í leik fjögur og við hefðum getað sprautað og teipað og gert allar hundakúnstir við hana en ákváðum að hvíla og vitum að við erum með nógu gott lið til að vinna Val og hvaða lið sem er á þeim mannskap sem eigum eftir. Nú hefst undirbúningur fyrir næsta einvígi og við höfum ekki einu sinni hugsað svo langt hvort húsið [Íþróttahúsið í Stykkishólmi] sé einu sinni laust á laugardaginn. Þetta er sögulegt fyrir Snæfell og er í fyrsta skipti sem þær spila í úrslitarimmunni.” Sagði Ingi Þór sem er að skrifa körfuboltasöguna í Hólminum með hverjum leik.
 
 
 
Hildur Sigurðardóttir fyrirliði Snæfells
 
“Þeir gerast varla sætari sigrarnir held ég. Þetta var bara alveg yndislegur oddaleikur hér í Hólminum. Þetta lið leit ekkert voðalega vel út hérna í gær, með Guðrúnu Gróu í kælingu í síldartunnu og Chynna Brown liggjandi hérna marflata en við græjum okkur upp og komum eldhressar í næstu seríu. Við áttum náttúrulega frábært tímabil urðum deildarmeistara og allt það. Það getur allt gerst og við lendum í töluverðum meiðslum hérna. Við erum engu að síður með mjög sterka leikmenn, með sterka hausa og við komust í gegnum þetta saman, þrátt fyrir að horfa hér upp á lykilleikmenn eins og til dæmis Chynna sitjandi á bekknum í klappliðinu þá klárum við leikinn. Þetta sýnir styrkinn í liðinu og þær [ Valur] skora ekki stig í eina og hálfa mínútu sem sýndi hversu sterkar varnarlega við erum og tökum þetta í okkar hendur. Ég er bara virkilega ánægð með þennan árangur.”
 
 
Símon B. Hjaltalín
 
Fréttir
- Auglýsing -