spot_img
HomeFréttirHildur Sig: Góð blanda af reynslumiklum og aðeins reynsluminni leikmönnum

Hildur Sig: Góð blanda af reynslumiklum og aðeins reynsluminni leikmönnum

Hildur Sigurðardóttir aðstoðarþjálfari A-landsliðs kvenna á blaðamannafundi

 

Hvernig finnst þér að vera koma inn í landsliðið í nýju hlutverki í þetta sinn?

Það er mjög skemmtilegt að fá að koma inn í þjálfarateymið í A-landsliðinu og kynnast þeirri hlið af landsliðsmálum. Ég er bara spennt fyrir þessu hlutverki. 

Hvernig líst þér á hópinn? Þú hefur náttúrulega spilað með einhverjum af þeim áður í landsliðinu.

Já, þær eru nokkrar þarna sem að ég hef spilað með og eru þar með reynslumestu leikmennirnir núna, myndi ég segja. Þær eru komnar núna með yngri leikmenn sem hafa komið inn núna á síðastliðnu ári þannig að þetta er góð blanda af reynslumiklum og aðeins reynsluminni leikmönnum.

Hvað myndirðu segja að væru helstu styrkleikar liðsins?

Ég myndi telja að það sé hvað þær þekkji hverja aðra vel og hafa spilað lengi saman í jafnvel unglingalandsliðum eða eru að spila oft á móti hvor annarri þannig að þær þekkja hvor aðra vel. Það ætti ekki að vera mikið mál að púsla þessu saman þannig að þær nái að leggja sig hundrað prósent fram í þeim verkefnum sem eru framundan.

Hvernig líst þér á hin liðin í riðlinum?

Þetta eru mjög sterk lið sem við erum að fara mæta núna í nóvember, ég hef ekki séð nákvæmlega þá leikmenn sem eru að koma hingað frá Svartfjallalandi en við vitum að þetta eru gríðarlega sterkir leikmenn sem við erum að fara kljást við og bara gaman fyrir okkar leikmenn að fá að reyna sig á móti svona flottum þjóðum.

 

Fréttir
- Auglýsing -