spot_img
HomeFréttirHildur Sig: Engir óskamótherjar

Hildur Sig: Engir óskamótherjar


Hildur Sigurðardóttir var að öllu ólöstuðum sá leikmaður sem kom KR stúlkum í gegnum seríuna gegn Keflavík. Stúlkan skoraði rúm 20 stig á leik og stjórnaði leik liðsins vel þegar áhlaup frá Keflavík var sem mest. „Við ströggluðum aðeins í fyrri hálfleik og það má segja um Keflavík líka, lítið skorað  en við náum að vinna okkur inní þennan leik og klára svo dæmið að lokum“

„Við vitum það að við getum alltaf spilað vörn en sóknarleikurinn var aðeins að plaga okkur í kvöld. Það má kannski segja að við séum í betra formi en lið Keflavíkur því við náum að klára þessa seríu í þremur leikjum og höldum alltaf haus til loka leiks.“

 

Varðandi næstu mótherja sagði Hildur ekki hafa miklar óskir „Við fáum heimaleikjarétt ef við fáum Hamar og það væri fínt.  En þessi syrpa gegn Keflavík sýnir að það skiptir engu máli hverja við fáum bara að þeirra sería fari í fimm leiki þá fáum við aðeins meiri hvíld.“ Sagði Hildur með

Fréttir
- Auglýsing -