spot_img
HomeFréttirHildur og Martin fara hringinn!

Hildur og Martin fara hringinn!

 

Landsliðsfólkið Hildur Björg Kjartansdóttir úr Breiðabliki og Martin Hermannsson leikmaður Châlon-Reims í frönsku A deildinni eru á ferð um landið þetta sumarið með verkefni sem að kallast Körfuboltasumarið. Við heyrðum aðeins í þeim og spurðum þau út í hvað það væri sem að væri að gerast.

 

 

Hvaða verkefni eruð þið að vinna í sumar?

"Við erum með verkefni sem er styrkt af Fiba og heitir körfuboltasumarið. Þar förum ég og Hildur Björg Kjartansdóttir hringinn í kringum landið og heimsækjum krakka sem að eru að æfa körfubolta yfir sumarið og kennum þeim að setja sér markmið, hvað þarf til þess að komast í skóla í Bandaríkjunum eða í atvinnumennsku, hvernig er æft þar o.s.fv. "

 

 

Á hvaða staði eruð þið búin að fara?

"Við erum búin að fara í flest lið á höfuðborgarsvæðinu. Njarðvík, Grindavík, Hamar, FSU, Þorlákshöfn, Flúðir, Borgarnes, Sauðárkrók, Akureyri"

 

Er mikið af efnilegu körfuboltafólki á Íslandi?

"Það er rosalega mikið af flottum körfuboltamönnum á Íslandi. Þar sem ég var líka í þessu í fyrra þá er gaman að sjá hvað margir hafa bætt sig á þessu eina ári."

 

 
Hvar verðið þið næst?

"Við erum að skipuleggja ferð á Egilsstaði, Höfn og Fjarðarbyggð sem fyrst. Verðum svo á Ísafirði 12.júlí. Annað er óákveðið.

"Endilega addið okkur á snapchat. Korfuboltasumar"

Fréttir
- Auglýsing -