spot_img
HomeFréttirHildur og Lady Broncs á leið sinni á boðsmót

Hildur og Lady Broncs á leið sinni á boðsmót

Þó Hildur Björg Kjartansdóttir og félagar í Lady Broncs hafi misst af March Madness lestinni í bandaríska háskólaboltanum þá er vertíðinni ekki lokið að sinni því í fyrsta sinn í sögu kvennaliðs skólans hjá UTPA mun liðið taka þátt í boðsmóti að lokinni deildarkeppninni.
 
 
Á heimasíðu UTPA segir að í fyrsta sinn hafi UTPA þekkst boð um að taka þátt í móti að lokinni deildarkeppninni en um er að ræða 16 liða mót með útsláttarfyrirkomulagi og mun UTPA mæta Lousiana Lafayette skólanum í fyrstu umferðinni þann 19. mars næstkomandi.
 
Hefðu Lady Broncs unnið úrslitaleikinn gegn New Mexico State á dögunum hefði liðið farið í úrslit NCAA keppninnar og mætt þar Maryland skólanum en New Mexico fær þann heiður þetta árið.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -