spot_img
HomeFréttirHildur og Jón Ólafur best í Hólminum

Hildur og Jón Ólafur best í Hólminum

Lokahóf Snæfells fór fram um daginn þar sem Hildur Sigurðardóttir og Jón Ólafur Jónsson voru valin bestu leikmenn Snæfells á tímabilinu. Herbert Guðmunds gerði allt vitlaust að vanda, uppboðið sló í gegn og verðlaun tímabilsins hjá Snæfelli og Mostra voru veitt. Örvar Kristjánsson veislustjóri sá um að enginn færi heim nema með góðar herðsperrur í maga og vakti stormandi lukku á hófinu.
Bestu varnarmenn voru Alda Leif Jónsdóttir og Sveinn Arnar Davíðasson og ungu efnin voru valin Hildur Björg Kjartansdóttir og Snjólfur Björnsson.
 
Mikið var um allskonar verðlaun hjá Mostra einnig og gríðaleg stemming á sviði og í sal við verðlaun og viðurkennigar kvöldsins en sérstaka þakkarviðurkennigu fékk Kristín Benediktsdóttir frá stjórn Snæfells.
 
 
Mynd/ Þorsteinn Eyþórsson – Hildur Sigurðardóttir og Jón Ólafur Jónsson, bestu leikmenn Snæfells leiktíðina 2011-2012.
  
Fréttir
- Auglýsing -