spot_img
HomeFréttirHildur með tilboð frá liði í Sviss

Hildur með tilboð frá liði í Sviss

10:36
{mosimage}

(Hildur Sigurðardóttir) 

Landsliðsbakvörðurinn Hildur Sigurðardóttir gæti verið á leiðinni aftur út í atvinnumennsku því hún er komin með tilboð frá svissneska úrvalsdeildarliðinu Elfic Fribourg. Félagið er frá samnefndri borg í vesturhluta Sviss og endaði í 6. sæti í deildinni í fyrra. Þetta kemur fram á www.visir.is í dag  

Hildur lék við góðan orðstír með sænska liðinu Jämtland veturinn 2004-05 en hefur síðan leikið með Grindavík og KR eftir að hún kom aftur heim. Hildur var lykilmaður hjá nýliðum KR á síðasta tímabili sem kom mörgum á óvart með því að komast alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn.

 

Smellið hér til að lesa alla greinina á Vísir.is

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -