20:54
{mosimage}
KR sigraði Grindavík örugglega í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna, 82-65 í Grindavík og átti Grindavík eiginlega aldrei möguleika og leiðir KR því 2-0 í einvígi liðanna.. Hildur Sigurðardóttir átti stórleik og var með þrefalda tvennu, 18 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar.
Candice Futrell var stigahæst KR inga með 33 stig auk þess sem hún tók 14 fráköst en fyrir Grindavík Tiffany Roberson allt í öllu með 34 stig og 10 fráköst. Þess má geta að þriggja stiga nýting Grindavíkur í leiknum var ekki upp á marga fiska, hittu úr 6 skotum af 31. Þriðji leikur liðanna fer fram á miðvikudag í DHL höllinni.



