spot_img
HomeFréttirHildur: Langt síðan ég lyfti þeim stóra

Hildur: Langt síðan ég lyfti þeim stóra

17:00
{mosimage}

 

(Hildur Sigurðardóttir) 

 

Hildur Sigurðardóttir var liðsmaður í úrvalsliði Iceland Express deildar kvenna í dag fyrir umferðir 18-24 en hún er einn af lykilmönnum KR og mun mikið á henni mæða í úrslitakeppninni sem hefst á laugardag. Hildur sem gerði 14,6 stig að meðaltali í leik í þessum hluta mótsins segir að hart verði barist í úrslitakeppninni.

 

,,Ég hefu þurft að stíga meira upp í liðinu við brotthvarf Monique Martin en Candace Futrell er öðruvísi leikmaður en Martin. Futrell er að mörgu leiti tæknilega sterkari en Martin en Martin var hröð og líkamlega sterkur leikmaður og mörg lið í deildinni áttu mjög erfitt með að stoppa hana. Futrell er að stíga upp um þessar mundir því hún hafði ekki spilað í langan tíma þegar hún kom hingað til að taka við af Martin,” sagði Hildur í samtali við Karfan.is á veitingastaðnum Carpe Diem í dag þar sem úrvalsliðið var kunngjört.

 

KR mætir Grindavík í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og fer fyrsti leikur liðanna fram á laugardag. ,,Þessa dagana er bara lognið á undan storminum og það verður hart barist og mikill léttir fyrir okkur að ná heimaleikjaréttinum því við höfum ekki náð að vinna Grindavík á útivelli í vetur. Vonandi náum við að snúa því við í úrslitakeppninn annars verða heimaleikirnir að duga okkur,” sagði Hildur og fyrir getspaka væri ekki alvitlaust að spá þessari rimmu í oddaleik og tók Hildur undir þau orð. ,,Auðvitað ætlum við okkur samt að klára þessa rimmu sem fyrst og þá á heimavöllurinn eftir skipta miklu mál því hann hefur gert það í vetur,” sagði Hildur en í þessum síðasta þriðjungi mótsins lék KR 7 leiki, vann 4 og tapaði 3.

 

Hvað verður það sem mun skipta sköpum gegn Grindavík í úrslitakeppninni?

,,Fráköstin héldu okkur t.d. inni í leiknum gegn Grindavík í síðustu umferðinni og þau hjálpa okkur mikið því við höfum verið að klikka svolítið á vítalínunni og úr auðveldum skotum og það hefur haldið okkur á floti að góð barátta er í liðinu og við erum duglegar í fráköstunum. Það hefur fært okkur fleiri sénsa í sókninni þegar nýting er léleg,” sagði Hildur sem nú leikur í fyrsta sinn í úrslitakeppninni með KR síðan leiktíðina 2003-2004.

 

,,Það er langt um liðið síðan ég lyfti þeim stóra og bara langt um liðið yfir höfuð síðan ég vann titli og það er kominn tími á þetta núna,” sagði Hildur í samtali við Karfan.is en hún varð síðast Íslandsmeistari með KR leiktíðina 2001-2002 þegar KR lagði ÍS í úrslitaeinvíginu.

KR lauk keppni þetta árið í 2. sæti deildarkeppninnar með 32 stig, 16 sigra og 8 tapleiki.  

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -