spot_img
HomeFréttirHildur Björg og UTPA áfram í undanúrslitin

Hildur Björg og UTPA áfram í undanúrslitin

UTPA Broncs sigruðu Missouri-Kansas City Kangaroos í undanúrslitum WAC keppninnar, 50-61 eftir magnaðan seinni hálfleik. 
Eftir hálfmáttlausa frammistöðu í fyrri hálfleik, með 24,1% nýtingu í skotum hafði UTPA þó tekist að halda leiknum jöfnum en Kangaroos leiddu með aðeins einu stigi eftir fyrstu 20 mínúturnar. 
 
Í seinni hálfleik spýttu þær í lófana og rúlluðu seinni hálfleik upp með 12 stiga mun, 23-35 með 48,1% skotnýtingu og 5/10 í þristum.
 
Hildur Björg spilaði aðeins 9 mínútur í leiknum og skoraði ekkert en reif þó niður 2 fráköst á þessum stutta tíma.
 
UTPA mæta næst Bakersfield sem enduðu í 2. sæti WAC riðilsins, á föstudaginn kl. 4:30 að staðartíma eða 23:30.
 
Fréttir
- Auglýsing -