spot_img
HomeFréttirHildur Björg og Broncs sigra í tvíframlengdum lokaleik

Hildur Björg og Broncs sigra í tvíframlengdum lokaleik

Hildur Björg Kjartansdóttir og UTPA Broncs sigruðu tvíframlengdan leik gegn Missouri-Kansas City í gærkvöldi, 84-82. Með sigrinum í þessum síðasta leik vetrarins tryggðu Broncs sér 3. sætið í WAC riðlinum fyrir riðlaúrslitin sem hefjast á miðvikudaginn.
 
Hildur Björg spilaði 34 mínútur í leiknum, það næstmest allra leikmanna UTPA þrátt fyrir að koma inn af bekknum, og skoraði 6 stig og tók 6 fráköst. Hildur stal einnig 2 boltum í leiknum. 
 
Broncs munu endurnýja kynni sín við MKC háskólann aftur í fyrsta leik riðlaúrslitanna en kengúrurnar lentu í 6. sæti riðilsins og munu því mæta Broncs strax í fyrsta leik á miðvikudaginn. Broncs sigruðu báða leikina gegn MKC í vetur.
 
Fréttir
- Auglýsing -