Ævintýri Hildar Bjargar og félaga í UTPA Broncs heldur áfram. Í gær sigruðu þær CSU Bakersfield í undanúrslitum WAC keppninnar, 76-70. Hildur Björg skoraði 10 stig og tók 5 fráköst á aðeins 11 mínútum af leiktíma. Í úrslitunum munu Broncs mæta New Mexico State skólanum sem endaði í fyrsta sæti riðilsins. Úrslitaleikurinn er í kvöld kl. 20:00 að íslenskum tíma og verður sýndur á ESPN College Pass.



