spot_img
HomeFréttirHildur Björg í 5 manna úrvalsliði nýliða í WAC

Hildur Björg í 5 manna úrvalsliði nýliða í WAC

Hildur Björg Kjartansdóttir fyrrum leikmaður Snæfell og landsliðsmaður leikur með liði UTPA Broncos í Texas og hefur gert það með fínum árangri á sína fyrsta ári. Svo vel í raun að nú hefur hún verið heiðruð með vali í fimm manna úrvalslið nýliða í WAC (Western Athletic Conference) deildinni.  Hildur er að meðaltali að skora um 7 stig á leik og taka um 5 fráköst.  Hildur hefur náð að setja 7 tvennur í vetur og ferið frákasta hæst í liði Broncos 8 sinnum í vetur.  Óskum Hildi til lukku með frábært fyrsta ár í háskólaboltanum. 
 
Fréttir
- Auglýsing -