spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2021Hildur Björg ekki með landsliðinu til Grikklands

Hildur Björg ekki með landsliðinu til Grikklands

Hildur Björg Kjartansdóttir mun ekki fara með íslenska a landsliðinu til Grikklands til þess að leika í undankeppni EuroBasket 2021. Hefur Karfan áreiðanlegar heimildir fyrir því að svo verði ekki vegna meiðsla sem leikmaðurinn varð fyrir á fingur fyrr í vetur.

Þrettán leikmanna hópur liðsins var kynntur fyrr í vikunni. Ekki er ljóst hvaða leikmaður mun koma í hennar stað fyrir ferðina, en samkvæmt heimildum mun koma leikmaður í hennar stað, sem líklega verður tilkynntur einhverntíman fyrir brottför liðsins þann 7. nóvember.

Fréttir
- Auglýsing -