Hildur Björg Kjartansdóttir og UTPA Broncs eru komnar til Chicago borgar þar sem leiktíðin þeirra hefst í vetur með leik gegn University of New Mexico Lobos.
Samkvæmt vefsíðu UTPA háskólans er búist við því að Hildur fari strax beint í byrjunarliðið sem fjarki eða power forward.
Larry Tidwell, þjálfari liðsins er mjög bjartsýnn á að Hildur muni hafa mikil áhrif á leik liðsins og þá sérstaklega í fráköstum og að hún geti einnig sett niður þristinn ef þess þarf.
Kíkið á kynningarmyndband UTPA skólans á liðinu fyrir veturinn hér fyrir neðan. (Hefst á 11:28)
Leikurinn fer fram kl. 21:30 í kvöld.
Margrét Rósa Hálfdánardóttir, sem leika mun með Canisius háskólanum í Buffalo, NY í Bandaríkjunum í vetur, hefur einnig leik í kvöld. Margrét Rósa og félagar mæta St. Bonaventure háskólanum í New York borg á miðnætti í kvöld.



