spot_img
HomeFréttirHið árlega Molduxamót fer fram á laugardag

Hið árlega Molduxamót fer fram á laugardag

11:00

{mosimage}

Snobbarar frá Akureyri sigruðu í yngri flokknum í fyrra 

 

Hið árlega Molduxamót fer fram nú á laugardag í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Keppt er í tveimur aldursflokkum karla og einum í kvennaflokki. 13 karlalið eru skráð til leiks og 4 kvennalið og hefst keppni klukkan 12 á laugardaginn en mótssetning er klukkan 11:40. Mótið klárast um sexleytið og að því loknu gera þátttakendur sér glaðan dag á Sauðárkróki en líkt og áður er mótið í upphafi Sæluviku. Það er ljóst að ekkert verður gefið eftir enda er venjan að gamlar kempur úr körfuboltanum mæti á þetta mót. 

Hér er hægt að sjá myndir frá mótinu fyrir ári og auk þessu eru myndir frá öðrum mótum að finna þarna einnig.

 


[email protected]

 


Mynd: www.skagafjordur.com/molduxar

 

Fréttir
- Auglýsing -