Stundum færst menn of mikið í fang og sú varð raunin í Dalhúsum á dögunum þegar kumpánarnir og liðsfélagarnir Collin Anthony Pryor og Guðjón Ágúst Guðjónsson leikmenn Fjölnis voru að skiptast á troðslum eftir æfingu.
Í bríaríinu varð Guðjóni það á í messunni að láta eftirfarandi orð falla í átt Collins: „Hey come on, I´ll block you“ – og kallaði þar með neðangreint yfir sig.
Svokallaðir vinir Guðjóns sendu Karfan.is þetta myndband.



