spot_img
HomeFréttirHester ekki með í kvöld?

Hester ekki með í kvöld?

Leikur tvö í einvígi KR og Tindastóls fer fram kl 19:15 í kvöld. Fyrsti leikur liðanna fór 54-75 fyrir KR á Sauðárkróki og því mikilvægt fyrir Tindastól að jafna einvígið í DHL höllinni í kvöld annars er liðið komið með bakið uppvið vegg. 

 

Antonio Hester leikmaður Tindastóls meiddist í síðasta leik liðsins í undanúrslitaeinvíginu gegn ÍR á ökkla og virtist sárþjáður. Hann lék með Stólunum í fyrsta leiknum gegn KR og var greinilega ekki heill. Hann sneri svo aftur ökkla þegar hann reyndi að verja skot Darra Hilmarssonar og spilaði lítið eftir það. 

 

Samkvæmt heimildum Karfan.is verður Antonio Hester ekki með Tindastól í kvöld en Twitter síða Körfuboltakvölds greindi einnig frá þessum orðrómi. Hester er algjör lykilmaður fyrir Tindastól og því gríðarlegur missir fyrir Tindastól. 

 

Leikur KR og Tindastóls fer fram kl 19:15 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Honum verður einnig gerð góð skil á Karfan.is í kvöld. 

Fréttir
- Auglýsing -