Ísland mætir Ítalíu úti í Tortona komandi fimmtudag 27. nóvember í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2027. Leikurinn er annar tveggja í þessum fyrsta glugga keppninnar, en sá seinni er heima gegn Bretlandi komandi sunnudag 30. nóvember.
Á heimasíðu keppninnar hjá FIBA er hægt að kjósa stærstu stjörnu keppninnar. Ekki óvænt er það Tryggvi Snær Hlinason sem tilnefndur er í kosninguna úr liði Íslands, en hérna er hægt að kjósa hann.



