Ísland hefur leik á lokamóti EuroBasket 2025 komandi fimmtudag 28. ágúst í Katowice í Póllandi.
Vefmiðill FIBA stendur fyrir kosningu á bestu tvíeykjum mótsins og eru Martin Hermannsson og Tryggvi Snær Hlinason tilnefndir fyrir hönd Íslands.
Það er óhætt að segja að samkeppni við þá í þessari kosningu sé nokkur. Fyrir hönd Serbíu eru þar Nikola Jokic og Bogdan Bogdanovic, fyrir Slóveníu Luka Doncic og Klemen Prepelic og fyrir hönd Grikklands Giannis Antetokounmpo og Kostas Sloukas.
Hérna er hægt að kjósa Martin og Tryggva



