Ísland mætir Serbíu komandi miðvikudag 12. nóvember í fyrsta leik sínum í undankeppni EuroBasket 2027. Leikurinn er annar tveggja í þessum fyrsta glugga keppninnar, en sá seinni er gegn Portúgal ytra á þriðjudaginn eftir næstu helgi, 18. nóvember.
Á heimasíðu keppninnar hjá FIBA er hægt að kjósa stærstu stjörnu keppninnar. Ekki óvænt er það Sara Rún Hinriksdóttir sem tilnefnd er í kosninguna úr liði Íslands, en hérna er hægt að kjósa hana.



