Undir 20 ára kvennalið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumótinu í Portúgal. Liðinu hefur gengið vel á mótinu, en í kvöld tryggðu þær sig í átta liða úrslit keppninnar með sigri gegn Hollandi.
Að öðrum ólöstuðum hefur Rebekka Rán Steingrímsdóttir verið einn af betri leikmönnum liðsins á mótinu og hefur sem slík verið tilnefnd sem ein af verðmætustu leikmönnum þess. Á hlekknum hér fyrir neðan er hægt að kjósa hana, en í leikjunum hefur hún skilað 12 stigum, 5 fráköstum, 5 stoðsendingum og 3 stolnum boltum að meðaltali á 25 mínútum spiluðum í leik.
Hérna er hægt að kjósa Rebekku



