spot_img
HomeFréttirHérna er hægt að kjósa Leó besta leikmann Evrópumótsins í Heraklíon

Hérna er hægt að kjósa Leó besta leikmann Evrópumótsins í Heraklíon

Undir 20 ára karlalið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumótinu í Heraklíon á Krít. Í riðlakeppni mótsins vann liðið einn leik og tapaði tveimur, en á morgun mæta þeir Ítalíu í 16 liða úrslitum keppninnar.

Að öðrum ólöstuðum hefur Friðrik Leó Curtis verið besti leikmaður liðsins á mótinu og hefur sem slíkur verið tilnefndur sem einn af bestu leikmönnum mótsins í heild. Á hlekknum hér fyrir neðan er hægt að kjósa hann, en í leikjunum hefur hann skilað 17 stigum, 9 fráköstum, 4 stoðsendingum, stolnum bolta og 3 vörðum skotum á 32 mínútum spiluðum að meðaltali í leik.

Hérna er hægt að kjósa Leó

Fréttir
- Auglýsing -