spot_img
HomeFréttirHérna er hægt að kjósa Agnesi Jónudóttur verðmætasta leikmann Evrópumótsins í Búlgaríu

Hérna er hægt að kjósa Agnesi Jónudóttur verðmætasta leikmann Evrópumótsins í Búlgaríu

Undir 18 ára stúlknalið Íslands lauk leik á Evrópumótinu í Búlgaríu í morgun með öruggum sigri gegn heimastúlkum í leik upp á 7. sæti keppninnar.

Að öðrum ólöstuðum hefur Agnes Jónudóttir verið einn af betri leikmönnum liðsins á mótinu og hefur sem slík verið tilnefnd sem ein af verðmætustu leikmönnum þess. Á hlekknum hér fyrir neðan er hægt að kjósa hana, en í leikjunum sjö hefur hún skilað 10 stigum, frákasti og stoðsendingu að meðaltali á 20 mínútum spiluðum í leik.

Hérna er hægt að kjósa Agnesi

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -