Hermann Hauksson engist oft um í stúkunni þegar KR og Njarðvík eigast við. Sonur hans Martin leikur með KR en sjálfur lék Hermann í sína tíð með Njarðvíkingum og varð m.a. bikarmeistari með félaginu. Hermann verður auðvitað mættur í DHL-Höllina í kvöld þegar KR og Njarðvík leiða saman hesta sína í annað sinn á skömmum tíma en síðasta viðureign liðanna var magnaður slagur.
„Þessar viðreignir leggjast alltaf ágætlega í mig þó svo að ég sé pínu stressaðri fyrir þær en aðrar, ástæðan er að ég ber náttúrulega alltaf sterkar taugar til Njarvíkurliðsins og svo er pínu erfitt að horfa á þá vinina Martin og Elvar eigast við,“ sagði Hermann en KR teflir fram nýjum leikmanni í kvöld sem þeir fengu frá ÍR, Terry Leake.
„Varðandi nýja leikmanninn hjá KR þá er það óskrifað blað og ekkert hægt að segja til með hvort þetta sé styrkur eða ekki, hugsunin á bak við þetta er greinilega að fá meiri breidd í liðið fyrir lokasprettinn að jólum þar sem KR er að missa menn í meiðsli.
Þessi leikur á eftir að þróast eins og allir leikirinir á mili þessa liði, það hefur ekki verið mikið sem skilur á milli þessara liði og á ég ekki von á öðru í kvöld. Njarðvík er með gríðarlega sterkt og vel mannað lið í allar stöður, erfiðir inni í teig enda með hávaxna menn þar og með eina bestu bavarðasveit landsins í Elvari, Loga og Nigel,“ sagði Hermann sem telur að KR þurfi að leggja áherslu á að stoppa Elvar Má Friðriksson.
„KR þarf að leggja mikla áheyrslu á að stoppa Elvar enda fer allt spil í gegnum hann, hann er að spila alveg frábærlega drengurinn og er orðinn einn allra besti leikmaðurinn í þessari deild. KR þarf að reyna að stjórna tempóinu í þessum leik þar sem Njarvík eru fljótir að refsa með snögga menn sem hlaupa völlinn vel og mynda því mikla stemmningu þegar þeir komast á skrið. Það hefði verið fínt ef LIU hefði boðið Elvari út í dag en ekki á morgun,“ sagði Hermann sposkur.
„Þessi leikur mun ráðast á vörnini og í svona leik skiptir miklu máli að gefa mótherjanum ekki færi á sóknarfráköstum og lausum boltum. Ég vona að mínir menn komi vel stemmdir í leikinn og á ég vona á að vel verði mætt eins og oftast á leiki hjá þessum liðum. Ég tippa á sigur KR 92-84.“
Mynd/ Feðgarnir Hermann og Martin á góðri stundu í DHL Höllinni.



