spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaHéraðsmenn semja við Deontaye Buskey

Héraðsmenn semja við Deontaye Buskey

Höttur hefur samið við Deontaye Buskey um að leika með félaginu á komandi tímabili í Subway deildinni.

Buskey er 25 ára gamall og getur bæði leikið sem skotbakvörður og leikstjórnandi. Hann er 185 cm á hæð og útskrifaðist úr Charleston Southern vorið 2022. Þar skilaði hann 10 stigum, tók 4 fráköst og gaf 2 stoðsendingar að meðaltali í leik á lokaári sínu. Á síðastliðnum vetri lék Buskey með Huima í næstefstu deildinni í Finnlandi. Hann skoraði 27 stig, tók 5 fráköst, gaf 6 stoðsendingar og stal 2 boltum að meðaltali í leik. Von er á Deontaye á Hérað um miðjan ágúst.

Fréttir
- Auglýsing -