14:15
{mosimage}
(Henning Henningsson)
Henning Freyr Henningsson hefur ákveðið að taka tilboði frá Haukum og þjálfa kvennalið félagsins í körfuknattleik. Henning tekur við Hafnarfjarðarliðinu af Yngva Gunnlaugssyni en undir hans stjórn varð liðið Íslandsmeistari í Iceland Express-deildinni þar sem liðið hafði betur í baráttunni við KR. Mbl.is greinir frá þessu í dag.
Henning var aðstoðarþjálfari Haukaliðsins í vetur en hann nýlega ráðinn þjálfari kvennalandsliðsins eftir að KKÍ ákvað að segja Ágústi Björgvinssyni upp störfum vegna trúnaðarbrests.
Sjá nánar á Mbl.is: http://mbl.is/mm/sport/korfubolti/2009/05/13/henning_tekur_vid_thjalfun_meistaralids_hauka/
Mynd: [email protected]



