Henning Freyr Henningsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Ingvars Guðjónssonar aðalþjálfara kvennaliðs Hauka. Andri Þór Kristinsson lætur af störfum og er honum þökkuð góð störf í þágu félagsins segir í tilkynningu frá Hafnfirðingum.
Þjálfarateymi Hauka telur því enn þrjá þjálfara þar sem Helena Sverrisdóttir hefur verið spilandi þjálfari í þriggja manna þjálfarateymi félagsins.
Andri Þór sagði skilið við Breiðablik að lokinni síðustu leiktíð og samdi við Hauka síðasta sumar en hann stígur nú til hliðar skv. tilkynningu Hauka þegar liðið er í bullandi toppbaráttu við Snæfell.



