spot_img
HomeFréttirHenning fimmtándi landsliðsþjálfari kvenna

Henning fimmtándi landsliðsþjálfari kvenna

11:48

{mosimage}

Henning Henningsson sem tók við A landsliði kvenna á dögunum er langt frá því að vera nýr í hettunni. Henning var eins og kunnugt er aðstoðarmaður Yngva Gunnlaugssonar hjá Haukum en Haukastúlkur urðu Íslandsmeistarar.

Þetta var þó ekki fyrsti titill Hennings í kvennaboltanum því veturinn 2000-01 varð lið KR Íslandsmeistari undir hans stjórn, vann 12 af 16 leikjum í deildinni og fór svo taplaust í gegnum úrslitakeppnina. Veturinn 2004-05 tók Henning svo við liði Grindavíkur eftir þrjá leiki og fór með þær í úrslitaeinvígið gegn Keflavík sem tapaðist 3-0.

Þjálfaraferill hans í úrvalsdeild karlaboltans er öllu styttri en þar stýrði hann liði Skallagríms í 8 leikjum sem töpuðust allir.

Henning er fimmtándi þjálfari A landsliðskvenna en var þó aðstoðarmaður Ívars Ásgrímssonar 2004 og 2005.

Framundan hjá kvennalandsliðinu eru Smáþjóðaleikar á Kýpur 1. til 6. júní og svo seinni hluti B deilar Evrópukeppninnar í haust.

[email protected]

Mynd: kki.is

Fréttir
- Auglýsing -