Helgi Magnússon var að vonum vígreifur eftir stórsigur á Njarðvík í oddaleik liðanna í gærkvöldi. Hann sagði verkefnið heldur betur erfitt að glíma við Njarðvík en „við vorum on – þeir ekki.“ Hvað úrslitaeinvígið gegn Haukum varðar sagði Helgi að KR hafi ekki mætt þessum Haukum sem hafi verið að sýna sig síðustu misseri.