Karfan TV ræddi við landsliðsmennina Helga Má Magnússon og Loga Gunnarsson í dag þegar ljóst varð að Ísland myndi leika í feikilega sterkum B-riðli í lokakeppni EuroBasket 2015. Logi sagði að menn væru í þessu til að mæta þeim bestu og því væri glasið hálffullt þegar riðillinn væri skoðaður.



