Landsliðsmaðurinn Helgi Már Magnússon stefnir að því að vera með Íslandsmeisturum KR strax í fyrsta leik Domino´s-deildarinnar en hann hefur fylgst með af hliðarlínunni á undirbúningstímabilinu vegna meiðsla.
„Ég tognaði í liðbandi í hné á móti Serbum, ef það væri ekki fyrir þau meiðsli væri ég klár,“ sagði Helgi sem stefnir að því að ná fyrsta leik. Meistarar KR hefja leik í Domino´s-deildinni þann 16. október þegar liðið heimsækir Stjörnuna í Ásgarð.



