spot_img
HomeFréttirHelgi og Uppsala í sumarfrí

Helgi og Uppsala í sumarfrí

 
Helgi Már Magnússon og félagar í Uppsala Basket eru komnir í frí í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik eftir skell í oddaleik gegn Södertalje Kings í 8-liða úrslitum deildarinnar. Liðin mættust á heimavelli Södertalje sem hafði heimaleikjaréttinn í rimmunni og voru lokatölur 91-69 Södertalje í vil.
Helgi var í byrjunarliði Uppsala í kvöld og skoraði 5 stig í leiknum ásamt því að taka 8 fráköst á rúmum 35 mínútum. Íslendingaliðin Uppsala (Helgi) og Solna Vikings (Logi Gunnarsson) eru því komin í sumarfrí og Sundsvall Dragons með þá Hlyn Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson innanborðs eru komnir í undanúrslit þar sem þeir mæta einmitt Södertalje Kings.
 
Fréttir
- Auglýsing -